fimmtudagur, nóvember 19, 2015

Taka tvö.. :o

Veit ekki hvort ég eigi að reyna þetta. En get svo sem alveg reynt. Ekki alveg jafn brjálað að gera og síðast þegar að ég reyndi að skrifa blogg. Og ekki eins mikið í gangi. 

Mig langar að skrifa aðeins niður hugleiðingar mínar í kringum litla krílið sem að væntanlegt er núna 25.desember, vona samt svo innilega að það láti mig ekki bíða þangað til. En það er erfitt að segja þar sem að engin meðgangan hefur verið eins. Mikael Rafn er fæddur á 37.viku og Helga Birna á 42.viku. Ég samt undir eftirliti þar sem að þau tvö voru frekar stór. Og á ekki von á því að ég verði látin ganga fram yfir. Mikael Rafn er sem sagt fæddur 3.vikum fyrir tímann og var 3785.gr og Helga Birna er fædd 9.dögum eftir settann dag og var hvorki meira né minna en 4862.gr. Svo ég er frekar hrædd. Var tekin með bráðakeisara með Birnu þar sem að annað stig fæðingar gekk ekki nógu vel og þetta var orðið spurning um öryggi hennar. Núna er aftur á móti þetta barn, enn sem komið er, í "normal" stærð :) En ég fór í vaxtarsónar á 34.viku og á að fara aftur þegar að ég er gengin 37.vikur. 
Vonandi er þetta bara allt  saman innan eðlilegra marka og vonandi fer ég bara sjálf af stað. Er  allavega komin með grænt á það að ég megi byrja að reyna að hrista það út á 37.viku haha :) 

En ég ætlaði ekki alveg að tala um þetta. Ætlaði nú meira að koma með annann vinkil á þetta. Mig langaði meira að tala um heilsuna og hausinn svona í kjölfar fæðingar. Síðust tvö kríli átti ég með mjög stuttu millibili. En þau tvö eru fædd með 17.mánaða millibili. Þau voru hvorug getin af ásettu ráði haha, en guð velkomin. Og ég er svo þakklát fyrir gullin mín :) En allavega, í kjölfarið af því sjokki sem að fylgdi að verða óvart ófrísk og svo strax aftur þá var ég ekki tilbúin að samþykkja þennann nýja kropp sem að varð eftir. Ég náði mér niður í sömu þyngd og fyrir fyrri meðgönguna áður en ég varð ófrísk af stelpunni. En eftir stelpuna þá varð ég aðeins of róttæk. Ég setti mér háleitara markmið og ári eftir að ég átti hana steig ég á svið og keppti í Bikini Fitness. Eftir það var ekki aftur snúið og keppti ég tvisvar í viðbót og þá í Fitness. Og ég elska það.. Ótrúlega gaman og krefjandi. Hins vegar þá langar mig að gefa mér tíma í þetta núna og bara taka þessu öllu saman aðeins af ró núna. 

Ég veit að ég get fengið kroppinn minn aftur og því veit ég að það þarf ekki að gerast strax á morgun. Þetta eru heilmikil átök fyrir líkamann, að skapa líf og koma því í heiminn. Og við setjum alltof mikla pressu á okkur að vera komnar í sama form og fyrir meðgöngu. Að geta farið strax í sömu gallabuxur og þegar að við urðum ófrískar o.s.frv. Það er bara ekki raunhæft fyrir allar. Og margar þeirra sem geta það ekki, fara að setja of mikla pressu á sjálfa sig. Eins og það sé ekki nógu mikið að gera með splunkunýtt kríli og kannski fleiri börn. Ég ætla allavega ekki að gera sjálfri mér það aftur :) 
Bara að taka því rólega og gera það sem að ég get og njóta. Hitt kemur. En ég ætla samt sem áður að reyna að þeim sem vilja að fylgjast með. 

Aðeins lengra en ég ætlaði en ég býst svo sem ekki við að ég skrifi mjög oft haha svo að þetta verða kannski langir pistlar. En ætla mér allavega að skrifa einu sinni í viku. 
Vonandi næ ég að standa við það.